Viltu upplifa Austurland? Hér getur þú séð hluta af þeim vinsælu stöðum sem svæðið hefur upp á að bjóða. Þessi listi er ekki tæmandi en þetta er brot af því sem hægt er að skoða.
Seyðisfjörður (21 mín. akstur frá Egilsstöðum)
Litir og sköpunarkraftur er eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann þegar Seyðisfjörður er nefndur. Bærinn er orðinn frægur fyrir fallegu regnbogagötuna sína, sem endar fyrir framan fallegu bláu krikjuna. Náttúran er af lífinu á staðnum svo taktu gönguskóna og myndavélina með þér.
Íbúafjöldi er um 700. Vinsælar sumar- og vetrarhátíðir er haldnar í bænum og listaverk víðsvegar um bæinn. Það er gönguleið að Tvísöng sem er hljóðskúlptúr í fjallshlíðinni og er einn af ómissandi áfangastöðum Seyðisfjarðar. Það er nóg af frábærum stöðum til að borða og gista á í bænum. Þú getur smakkað allt frá fersku sushi til hamborgara og allt þar á milli. Þú smakkað bjór frá svæðinu sem nefndur er eftir skipsflakinu El Grillo sem sökk í firðinum.
Hengifoss (29 mín. akstur frá Egilsstöðum)
Hengifoss er einn hæsti foss Íslands 128 metrar á hæð. Gilið myndar stóra skál þar sem eru áberandi rauðalög á milli blágrýtislaga og myndar fallega umgjörð um háan fossinn. Neðar frá Hengifossi er annar foss sem nefnist Litlanesfoss. Gönguleiðin að Hengifossi er ein af vinsælustu gönguleiðum Austurlands. Það tekur 40-60 mínútur að ganga að fossinum. Við mælum eindregið með því að bera fossin með eigin augum.
Lundinn á Borgarfirði Eystra (1 klst akstur frá Egilsstöðum)
Vilt standa auglitis til auglitis við lunda? Það getur ræst ef þú keyrir til Borgarfjarðar Eystri og leggur leið þína að Hafnarhólma. Við mælum með að taka myndavélina með og nota tækifærið til að taka stórbrotnar myndir eða njóta þess að horfa á þá. Heimamenn halda fagna þegar lundinn kemur í bæinn. sem er yfirleitt um miðjan apríl. Talið er að Hafnarhólmi sé einn betri stöðum til að skoða lunda og aðra fugla. Búið er að byggja göngustíg sem leiðir gesti í gegnum varpsvæðið sem gerir þér kleift að komast nær lundanum en gengur og gerist. Enginn aðgangseyrir er að svæðinu.
Stuðlagil (1 klst akstur frá Egilsstöðum)
Stuðlagil er sannkallaður demantur sem hefur orðið vinsæll áfangastaður síðustu ár. Þessi magnaði staður varð talsvert sýnilegri eftir að Kárahnjúkavirkju var reist. Sá hluti Jöklu, sem nefndur er Stuðlagil, Þarna er ein stærsta og fallegast stuðlabergsmyndun á landinu sem og er einstaklega myndrænt.
Litur árinnar er mismunandi eftir árstíðum, frá bláum yfir í grænan á sumrin og grá yfir í brúnan þegar Kárahnjúkastífla er á yfirfalli eða þegar snjóa leysir í ána.
Kárahnjúkar (2 klst akstur frá Egilsstöðum)
Kárahnjúkavirkjun er stærsta byggingarframkvæmd Íslandssögunnar. Virkjunin var byggð til að framleiða raforku fyrir álverið á Reyðarfirði. Það er tilvalið ferðalag fyrir fjölskylduna að skoða virkjunina. Malbikaður vegur liggur frá Fljótsdal að Kárahnjúkastíflu. Svæðið er tilvalið til útivistar. Það upplifun að virða svæðið fyrir sér og fullkomið tækifæri til að taka sjálfu eða selfie. Þegar Hálslón fyllist og flæðir yfir kemur fossinn Hverfandi í ljós sem er í vesturenda stíflunnar þar sem vatnið steypist niður um 100 metra í Hafrahvammahljúfur. Fossinn er voldugur og getur orðið öflugri en Dettifoss. Það eru líka gönguleiðir á svæðinu en hafðu í huga að þú þarft fjórhjóladrifin bíl til að komast að sumum göngululeiðunum.
Steinasafn Petru (57 mín. akstur frá Egilsstöðum)
Ljósbjörg Petra María Sveinsdóttir hafði mikin áhuga á steinum alla sína tíð og byrjaði að safna þeim fyrir alvöru árið 1946. Flestir steinarnir sem hún fann fundust á Stöðvarfirði og víðar á Austurlandi.
Árið 1974 ákvað Petra að opna heimili sitt fyrir öllum þeim sem vildu skoða steinana hennar.
Steinasafn Petru fær marga gesti á hverju ári og er það orðinn einn vinsælasti ferðamannastaður Austurlands. Það fer ekki framhjá þeim sem heimsækja safnið að Petra var duglegur steinasafnari en ekki margir vita að hún safnaði meira en steinum. Petra safnaði merktum pennum, bollum og fjölmörgum öðrum litlum hlutum þar að auki safnaði hún eggjum, skeljum og skeljum.
Hægt og rólega hefur heimilið hennar Petru áunnið sér yfirbrag náttúrusafns en er fyrst og fremst heimili. Opið frá 1. júní til 31. ágúst, alla daga vikunnar vikunnar frá kl 10:00 -19:00
Coke sjálfsalinn (30 mín. akstur frá Egilsstöðum)
Á leiðinni til Borgarfjarðar Eystri sérðu sjálfsala á miðri leið. Eitt af því sem er merkilegt er að sjálfsalinn er knúinn af vindmyllu og sólarrafhlöðum. Skálinn er að frumkvæði heimamanns sem ákvað að staðsetja hann í miðjum óbyggðum til að vekja forvitni og skemmta ferðamönnum. Þú þarft að hafa klink ef þú vilt prófa og drekka kaldan drykk á þessum afskekkta stað. Þegar þú kemur inn sérðu skilaboð frá gestum sem hafa fengið sér drykk. Það er bekkur fyrir utan þar sem þú getur stoppað og notið útsýnisins yfir dalinn og fjöllin í kring.
Comentarios