top of page

Það er ekkert varanlegt nema breytingar.



Kæru vinir og samstarfsaðilar.


Sumarið 2023 mun East Highlanders ekki bjóða upp á fjórhjólaferðir í Hallormsstað.

Ástæðan fyrir því að við ætlum ekki að bjóða upp á fjórhjólaferðir eftir 10 yndisleg ár í skóginn með gestum okkar er fyrst og fremst sú að við elskum skóginn okkar. Við ræddum við vini okkar í Skógræktinni og komumst að þeirri niðurstöðu að við viljum gefa skóginum tækifæri til að gróa. Slóðirnar okkar hafa staðið sig vel í gegnum árin og höfum lagt mikið á okkur við að viðhalda þeim í sátt og samlindi við náttúruna með góðum árangri.


Eftir sumarið 2022 stoppuðum við og skoðuðum sögu okkar í þau 12 ár sem East Highlandes hafa starfað á Austurlandi. Við erum ekki að hætta rekstri. Áfram verður boðið upp á afþreyingu í Hallormsstaðaskógi eins og axakast, bogfimi fyrir hópa og ketilkaffi eða heitt súkkulaði (á vorin og haustin). Við erum alltaf með augun opin fyrir nýrri afþreyingu til að bjóða gestum okkar í skóginum og þegar við finnum eitthvað nýtt sem passar fullkomlega við starfsemi okkar þá látum við þig vita.


Bestu kveðjur Elí Þór Vídó – eigandi og minningarsmiður,


bottom of page