Víkingakast - axarkast

Maí - September

 

Axarkast er ekki nýtt af nálinni og er tilvalið fyrir þá sem hafa keppnisskap og vilja koma adrenalíninu af stað. Þessi afþreying fer fram utandyra og frábær fyrir þá sem vilja hafa gaman og hentar smærri sem stærri hópum.  

Hægt er að bóka axarkast í 30 mínútur og allt upp í 1 klst. 

Axarkast er tiltölulega auðvelt og er áreynslulítið. Í raun eins og keila. Og hentar því öllum. 

Aldurstakmark: 16 ára.

Verð:

1 klst: 3.900 kr. á mann 

30 mín: 2.500 kr. á mann

Hafðu samband og bókaðu axarkast í dag: easthighlanders@easthighlanders.is - (+354) 699 3673

Sjáumst með góða skapið – East Highlanders teymið​​

Opnunartími: Mánudaga - Föstudaga 14:30 - 19:00 / Laugardaga 13:00 - 19:30.

Algengar spurningar


Hvar er axarkastið?

Við erum á sama stað og Hótel Hallormsstaður - Hafðu í huga að þegar þú ert á leiðinni í skóginn að beygja upp hjá Orku stöðinni... Google ratar ekki enn til okkar. Vonandi lagast það sem fyrst. 

Hvað er aldurstakmarkið?
Axarkast er fullorðins þess vegna þess er 16 ára aldurstakmark, yngri einstaklingar eru velkomnir með en verða að vera í öruggri fjarlægð.
Í hverju á ég að vera?

Þú mátt vera í hverju sem er, en vegna þess að við verðum utandyra þá mælum við með því að þú klæðir þig eftir veðri.

Má ég drekka áfengi?

Ekki fyrr en eftir þitt síðasta kast, áfengi og axir eiga enga samleið við skálum frekar eftir axarkast!

Má taka þátt ef ég er ólétt?

Axarkast er mjög átakalítil íþrótt. við mælum samt með því að þú talir við ljósmóður eða lækni áður en þú kemur svo allt sé á hreinu.

Fyrirvari: Allar ferðir eru farnar á ábyrgð þátttakenda. East Highlanders taka enga ábyrgð á slysum sem orsakast af viðskiptavinum þess eða rekja má til eigin aðgerða.

© 2014 East Highlanders - ATV Tours

easthighlanders@easthighlanders.is  - +354 699 3673  - Hallormsstaður -  701 Egilsstaðir