top of page

Upplifðu Hallormsstað!

Hvað er hægt að gera í Hallormsstað annað en að fara á fjórhjól eða kasta öxum?



Eins og þú veist þá bjóðum við upp á afþreyingu í skóginum en það er nóg annað sem hægt er að gera.


Tjaldsvæði og gönguleiðir í skóginum


Hallormsstaður er þjóðskógur og er stærsti skógurinn á Íslandi. Skógurinn þekur um 740 hektara og er að mestu þakinn Íslensku birki. Það eru 11 merktar gönguleiðir, kort eru við upphaf hverrar gönguleiðar. Þú getur náð í kort yfir allar gönguleiðirnar hér


Atlavík

Það eru tvö tjaldsvæði í skóginum sem heita Atlavík og Höfðavík. Bæði tjaldsvæðin eru með slétta fleti á milli trjáa og eru nálgæt Lagarfljóti.

Tvö klósetthús eru í Atlavík með heitu og köldu vatni, uppvöskunaraðstaða og klósett fyrir hreyfihamlaða. Þar að auki er aðstaða fyrir losun ferðasalerna, úti grill, borð, stólar og leikvöllur. Hafðu samt í huga að það er ekki rafmagn fyrir ferðavagna og húsbíla í Atlavík.


Höfðavík

Það eru þrjú klósethús í Höfðavík með heitu og köldu vatni, sturtur og salerni fyrir hreyfihamlaða. Rafmagn fyrir ferðavagna eða húsbíla þannig þar er hægt að njóta allra nútíma þæginda. Aðstaða fyrir losun ferðasalerna, úti grill, borð og leikvöllur.


Nánari upplýsingar er hægt að fá á Facebook eða hér fyrir Atlavík eða Höfðavík.


Þjónusta í skóginum


Hótel Hallormsstaður

Það er mikið af þjónustu í skóginum Hótel Hallormsstaður er fyrir neðan okkar aðsetur sem rekur tvo veitingastaði, fyrst ber að nefna Kol-bistro sem er staðsettur á annarri hæð hótelsins með frábæru útsýni. Matseðillinn er fjölbreittur með frábæru úrvali af gæða mat. Seinni veitingastaðurinn heitir Lauf restaurant þar er þér boðið í glæsilegt kvöldverðarhlaðborð með ógrinni af gómsætum réttum. Allt frá köldu forréttaborði, súpu dagsins með heimabökuðu brauði og góðum salatbar til ljúffengra aðalrétta og girnilegra eftirréta, sannkallað sælkera ferðalag fyrir bragðlaukana.

Áherslan á hótelinu eru þægindi og vellíðan, í boði er fjöldinn allur af herbergjum frá smáhýsum yfir í svítur í miðjum skóginum. Gestir geta einnig nýtt sér spa sem inniheldur sauna og heitum potti sem er staðsettur utandyra, þar getur þú slakað á í kvöldólinni með útsýni yfir Lagarfljót og skóginn.




Hafursá gistihúsið

Á hafursá getur notið líðandi stundar í jaðri skógarins með glæsilegu útsýni af Snæfelli. Smáhýsi og íbúðir með eldunaraðstöðu. Ef þú ert með stóran hóp þá er frábær aðstaða fyrir veislur eða það tilefni sem er hverju sinni. Salurinn getur tekið hópa allt að 150 einstaklinga.

Þú getur fengið nánari upplýsingar á Facebook hér.


Ísbúðin

Ísbúðin er staðsett á aðalveginum þar getur þú verslað það allra helsta sem þarf í útilegu eða rúntinn t.d. eldsneyti, ís og fleira. Ísbúðin hefur margoft bjargað mörgum sérstaklega þegar það er heitt úti.

Ísbúðin er opin á sumrin.



Ef þú vilt meiri upplýsingar um Hallormsstað, gistingu eða afþreyingu á nærliggjandi svæðum þá mælum við með að skoða www.Hengifoss.is eða Visit Austurland (east.is)


Við vonum að þú hafir haft gagn og ánægju af þessum lestri okkur hlakkar til að taka á móti þér í skóginum.

- East Highlanders teymið.



Comments


bottom of page