top of page

Fjórhjólaleiga ársins


Við erum í sjöunda himni núna. Fyrir nokkrum vikum fengum við tölvupóst frá "Prestige awards" sem tilkynntu okkur að East Highlanders hafi verið tilnefnt sem fjórhólaleiga ársins (2021/22). Við vorum afar þakklát fyrir tilnefninguna en höfum ekki hugmynd um hver tilnenfdi okkur, það er samt nauðsynlegt að stoppa annað slagið og klappa sér aðeins á öxlina og virða fyrir sér þá miklu vinnu sem hefur farið í það að skapa einstaka upplifun fyrir alla gestina okkar, sem væri ekki mögulegt nema fyrir þá sem vilja koma og upplifa skóginn með okkur.


Fyrir nokkrum dögum fengum við símtal frá Prestige awards þar sem fulltrúi þeirra ræddi við okkur og færði okkur þær fréttir að við hefðum unnið flokkinn sem við vorum tilnefnd í. Við áttum ekki von á þessum fréttum en eins og er nefnt hér fyrir ofan þá væri þetta ekki hægt nema fyrir ykkur sem upplifa skóginn með okkur. Takk fyrir að velja East Highlanders.


Dómararnir vildu koma eftirfarandi skilaboðum til okkar þegar við tókum við verðlaununum.

It was an absolute pleasure speaking with you today. The judges were impressed with your personal touch, quality of service and community feel. It’s extra special to know the hard work and positivity is paying off and I hope this achievement brings more success.
As discussed, I am extremely pleased to announce you have been successful in winning the award for
ATV RENTAL SERVICE OF THE YEARÞessa stundina erum við að gera flotann okkar kláran fyrir sumarið og við getum ekki beðið eftir því að taka á móti ykkur í skóginum og búa til minningar með ykkur.


Elí Þór and Lilja
Comments


bottom of page