Lilja er léttlind, glöð og skemmtileg, hún sérhæfir sig í fjórhjóalferðum og einkaferðum.
Fædd og uppalin á suðurlandi. Hún elskar hesta, fjölskylduna og góðan mat.
10 Handahófskenndar spurningar
1. Áttu þér gælunafn?
Nei
2. Hvaðan ert þú?
ég er frá Selfossi
3. Hver eru áhugamálin þín?
Hestamennska, íslensk náttúra, eldamennska, búa til minningar með fólkinu mínu
4. Lýstu þér í þremur orðum.
Heiðarleg, feimin og ósérhlífin
5. Hvað er það klikkaðasta á bucket listanum þínum?
Keyra kringum Ísland á Ferozunni minni og sofa í litlu tjaldi
6. Hvað hefðu foreldra þínir nefnt þig ef þú værir af hinu kyninu?
Eiríkur Kolbeinn (afi minn)
7. Hver er uppáhalds maturinn þinn og drykkur?
Lambakjöt og Coke Zero
8. Án hvaða þriggja hluta gæti þú ekki lifað án?
Síminn minn, Land Cruiserinn og fjölskyldan
9. Hver er uppáhalds staðurinn þinn?
Hallormsstaðaskógur!
10. Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Haustið, litadýrðin maður minn
Segðu frá sjálfri þér
“Ég elska að prófa nýja hluti, ef verkefnið er spennandi þá mun ég að öllum líkindum láta slag standa”
Ég heiti Lilja og er 33 ára. Fædd og uppalin á Selfossi ég flutti til Egilsstaða árið 2006. Ég elska að prófa nýja hluti sem mér þykja spennandi. Ég er ekki bara leiðsögumaður ég á og rek leigubíl sem þjónustar Egilsstaði og nágrenni allt árið um kring. Á veturna sinni ég akstri á skólabíl og vinna á hjúkrunarheimili. Sumrin eru annasamasti tími ársins og eins og fram hefur komið er ég leiðsögumaður í skóginum, keyri leigubíl, sinni rekstri deilihjólaleigunar Hopp á Egilsstöðum með kærastanum mónum og að lokum keyri litlar sem stórar rútur fylltar af ferðamönnum. Eftir þessa upptalningu er augljóst að þau eru fjölmörg verkefnin en ef þú elskar vinnuna þína þá þarftu aldrei að vinna dag um ævina.
Mig hlakkar til að taka á móti þér í skóginum eða annarsstaðar á Austurlandi að búa til minningar með þér.
Comments