top of page

Fólkið okkar: Elí Þór

Þó hann sér leiðsögumaður þá er hann einnig eigandi á East Highlanders og elskar að búa til minningar með öllum þeim gestum sem vilja upplifa skóginn.


Elí Þór varð hluti af East Highlandres árið 2019. Fyrirtækið hefur verið í rekstri síðan árið 2010 og hefur boðið upp á fjórhjólaferðir síðan árið 2013.


10 Handahófskenndar spurningar


1. Áttu þér gælunafn?

Nei sumir hafa reynt að kalla mig Ella en ég hef aldrei svarað því.

2. Hvaðan ert þú?

Ég er fyrsta kynslóð fædd og uppalin í Reykjavík en fjölskyldan mín er frá Vestmannaeyjum.

3. Hver eru áhugamálin þín?

Ég safna áhugamálum, þau eru allt frá því að leika mér í náttúrunni til að vera heima og slaka á með fólkinu mínu.

4. Lýstu þér í þremur orðum.

Jákvæður - markmiðadrifinn - duglegur

5. Hvað er það klikkaðasta á bucket listanum þínum?

Fallhlífastökk

6. Hvað hefðu foreldra þínir nefnt þig ef þú værir af hinu kyninu?

Í sannleika sagt er ég ekki viss. ég reikna með því að þau hefðu kallað mig Halldóra í höfuðið á ömmu minni.

7. Hver er uppáhalds maturinn þinn og drykkur?

Íslenskt lambakjöt með góðu glasi af rauðvíni.

8. Án hvaða þriggja hluta gæti þú ekki lifað án? What three items can you not live without?

Fjölskyldunnar - góðra strauma - markmiða (sem fá þig til að vakna alla daga)

9. Hver er uppáhalds staðurinn þinn?

Hálendi Íslands.

10. Hver er uppáhalds árstíðin þín?

Sumarið og upphafið af haustinu.


Segðu frá sjálfum þér


Ég heiti Elí Þór Vídó ég er 32 ára ungur. Fæddur og uppalinn í Reykjavík og fyrir algjöra slysni til Egilsstaða árið 2014. Það var aldrei hluti af planinu að flytja á Austurland, upphaflega ætlaði ég að eyða sumrinu hér og með haustinu að fara aftur suður. En ég var opinn fyrir því að prófa einn vetur líka. En eins og John Lennon sagði "Life is what happens to you while you're busy making other plans". Öllum þessum árum síðar er ég enn búsettur á Egilsstöðum og bý með kærustunni minni og syni hennar sem taka fullan þátt í rekstrinum.


Hvernig varðst þú hluti af East Highlanders?


"Árið 2019 lét ég af störfum hjá heildsala og ég var að reyna átta mig á því hvað ég vildi gera næst. Dag einn fékk ég símtal sem ég var spurður hvort ég vildi vinna sem leiðsögumaður og sinna fjórhjólaferðum það sumarið, ég var áhugasamur og margt hefur skeð síðan þá"


Árið 2019 hitti ég Jens sem var þáverandi eigandi East Highlanders ég komst í samband við hann í gegnum frænku mína sem er hótelstjóri á Hótel Hallormsstað og það var hún sem spurði mig hvort ég hefði áhuga að vera leiðsögumaður það sumarið. Ég var áhugasamur og hún tengdi okkur saman, nokkrum dögum síðar hittumst við Jens og fórum yfir það hvert eðli starfsins var. Okkur kom vel saman og sáum tækifæri í samstarfi og tók að mér að verða leiðsögumaður þetta sumarið.


Úr leiðsögumanni í eiganda


Fyrsta sumarið vann ég sem leiðsögumaður og tók einnig að mér að uppfæra heimasíðu og samfélagsmiðla félagsins t.a.m. Facebook, opnaði Instagram aðgang ásamt að virkja bókunarvél. Ég hóf störf um miðjan maí og eftir rúman mánið tók Jens mig á tal og sagði að hann hefði verið að fylgjast með mér og spurði hvort ég hefði áhuga að taka við rekstrinum. Vitaskuld varð ég hissa en svaraði til baka að ég hefði áhuga en ég yrði að fá að gefa honum endanlegt svar um haustið.

Fyrsta árið í rekstri


Eftir sumarið 2019 ákvað ég að taka áhættu og kaupa reksturinn, það eru mörg tækifæri í skóginum. Gengið var frá kaupunum desember sama ár og þann 1. janúar 2020 var reksturinn formlega afhentur. Hveitibrauðsdagarnir voru nú ekki langir því í febrúar skaut upp kollinum lítil veira sem allir hafa heyrt um. Margir myndi líklega vera smeykir við að taka sín fyrstu skref í ferðaþjónustu í miðjum heimsfaraldri en við trúum því ef við lifum þetta af þá getum við lifað allt af. Fyrsta sumarið var frábært, Íslendingar voru duglegir að ferðast innanlands og sækja Austurland heim. Okkur hlakkar til að taka á móti þér í skóginum og búa til minningar saman.Comments


bottom of page