
Upplifðu Hallormsstað
Skelltu þér í fjórhjólaferð og uppgötvaðu Hallormsstaðaskóg í nýju ljósi..
Í þessari ferð er farið í gegnum skóginn og upp fyrir hann á leiðinni stoppum við á nokkrum vel völdum stöðum þar sem leiðsögumaður okkar segir frá sögu Hallormsstaðar og smellum nokkrum myndum.
Upplýsingar um ferðina
Fjórhjól geta ferðast hratt á örugglega sem gerir þér kleift að fá einstakt útsýni um og yfir skóginn. ásamt því að gefa þér smáadrenalínflæði.
Þú munt sjá stórbrotna náttúru og fara um afskekkt svæði sem ferðamenn heimsækja sjaldan á tveimur jafnfljótum.
Fjórhjólaferðirnar okkar eru með leiðsögn fara fram í öllum veðurskilyrðum hvort sem sólin skín í heiði eða rigningin dinur á okkur, þverum yfir á ár og læki. Nema það sé gul viðvörun og aftakaveður.
Við munum útvega þér nauðsynlegan búnað til að hjóla með okkur. Svo sem eins og hjálma, hanska og galla.
Til þess að keyra fjórhjólin okkar þarf ökumaður að vera að minnsta kosti 17 ára með gilt ökuskírteini. Farþegar 7 ára og eldri geta tekið þátt.
Við mælum með því að skoða skilmálana okkar ef þú ert með frekari spurningar
Fyrir hópbeiðnir hafðu samband við okkur í gegnum tölvupóst eða
Hafa samband formið á vefnum
Hvað er innifalið
✓ 1 klst í skóginum á fjórhjóli
✓ Fallegt útsýni yfir Hallormsstaðaskóg
✓ Búnaður: galli, hjálmur og hanskar
Hvað á að koma með
✓ Góða skó (þeir geta orðið blautir eða óhreinir)
✓ Föt eftir veðri
✓ Góða skapið
✓ Síman þinn og merktu okkur #easthighlanders
Fyrirvari
Allar ferðir eru farnar á ábyrgð þátttakenda. East Highlanders tekur enga ábyrgð á slysum sem verða af völdum viðskiptavina eða sem hægt er að rekja til eigin gjörða. Þátttakendur samþykkja skilmála áður en þeir fara í allar ferðir þar sem fram kemur að staðfesta að í okkar starfsemi fylgi áhætta.
Þyngdartakmark: samanlögð þyngd ökumanns og farþega er 220 kg fyrir hvert fjórhjól.
Staðsetning okkar
Sumir segja að staðsetning okkar sé vel varðveitt leyndarmál,
en svona geturðu fundið okkur.
Við mælum með því að nota annaðhvort WAZE eða apple maps, þau vísa þér beint til okkar. En ef þú vilt nota google maps skaltu hafa eftirfarandi leiðbeiningar í huga því annars endarðu í íbúðarhverfinu í skóginum.
Keyrðu "upphéraðsveg" þegar þú sérð "Orkuna / Ísbúðina" þá beygir þú upp og munt sjá skilti á gatnamótunum.
Ef þú ert tæknitröll og vilt nota GPS punkt sláðu þá inn þessi hnit í GPS kerfið þitt: 65.092785, -14.737226 (65° 5.567'N, 14° 44.234'W)