Bókaðu núna og upplifðu skóginn á fjörhjóli

Upplifðu Hallormsstaðaskóg upp á nýtt og gerðu þér glaðan dag. East Highlanders bjóða upp á einstakar fjórhjólaferðir um skóginn, þar sem þú munt upplifa þessa náttúruparadís í nýju ljósi!

Þú þarft ekki að örvænta því við græjum þig upp til að hjóla með okkur um skóginn. Við sköffum þér galla, hjálm og hanska, það eina sem þú þarft að koma með eru góðir skór. Þegar þú kemur til okkar byrjum við á því að klæða okkur upp og förum yfir undirstöðu atriðin hvernig á að bera sig að fjórhjólum, þegar allir eru klárir leggjum við af stað.

Við stoppum á nokkrum vel völdum stöðum þar sem leiðsögumaðurinn segir þér frá sögu svæðisins og auðvitað gefum við okkur tíma til að taka nokkrar ljósmyndir.

Fjóhjól eða fjörhjól geta ferðast nokkuð hratt í gegnum skóginn, sem gera þér kleift að ferðast á staði sem fáir ferðamenn hafa kost á að skoða.

Allar fjórhjólaferðirnar eru farnar í öllum veðurskilyrðum hvort sem sólin skín í heiði eða rigningin dinur á okkur, þverum yfir á ár og læki. Nema það sé gul viðvörun og aftakaveður

Ef þú ert er týpan sem vill vera alveg 100% og vera viss um að vera með allt á hreinu Kíktu þá á heimasíðuna okkar og skoðaðu “Hvað þarf ég?” svo þú sért alveg tilbúin þegar þú ferð um skóginn.

Til þess að fá að keyra fjórhjól okkur þarft þú að vera að minnsta kosti 17 ára og vera með fullgilt ökuskírteini.

Sjáumst með góða skapið – East Highlanders teymið

Hópabókanir: vinsamlegast hafðu samband við okkur í gegnum tölvupóst eða síma. 

easthighlanders@easthighlanders.is - (+354) 699-3673

Opunartími: Mánudaga - Föstudaga 14:30 - 19:00 / Laugardaga 13:00 - 19:30.

clean-safe.png

Við erum hér! En þú?

  • Instagram
  • Facebook
  • Trip Advisor

press to zoom

press to zoom

press to zoom

press to zoom
1/9